Saln_Logo-B6.png

STJÓRN

 
 
 

FRAMTÍÐARSÝN

Félag sálmeðferðarfræðinga styður við faglegt starf og þróun hjá sálmeðferðarfræðingum með áherslu á endurmenntun, samstarf og kynningarefni. 

Markmið okkar er að koma vitneskju um eðli og gagnsemi meðferðarinnar til sem flestra og auka þannig möguleika þeirra sem meðferðin gagnast fyrir til að njóta hennar. 

Í samræmi við stefnuyfirlýsingu Evrópusamtaka sálmeðferðarfræðinga (European Association for Psychotherapists Act) vinnur félagið að því að byggja upp, styðja við og tryggja gæði sjálfstæðrar fagstéttar sálmeðferðarfræðinga. Stefnuyfirlýsingin nær yfir allar hliðar starfs sálmeðferðarfræðinga við að beita sambandsmiðuðum sálrænum aðferðum sem byggðar eru á vísindalegum grunni (evidence informed) til að meðhöndla sálrænan, sálfélagslegan og sálvefrænan vanda. Siðareglur Félags sálmeðferðarfræðinga byggja á alþjóðlegum siðareglum fagsins sem virða reisn, sjálfstæði og sérstöðu sérhvers einstaklings.